Bílaiðnaðurinn kaupir upp álið

Í lúxusbílinn Audi A8 er svo til eingöngu notað ál …
Í lúxusbílinn Audi A8 er svo til eingöngu notað ál og hefur verið svo í meira en áratug.

Þörf fyr­ir ál í bíla­verk­smiðjum í N-Am­er­íku mun þre­fald­ast til árs­ins 2015, sam­kvæmt nýj­um spám. Ef þær ræt­ast má bú­ast við skorti á áli. Til að reyna að mæta þess­ari þörf hafa tveir af stærstu álfram­leiðend­um heims ákveðið að auka fram­leiðslu­get­una, þ.e. Alcoa og No­vel­is.

Stækka á bræðslur þess­ara fyr­ir­tækja í Iowa- og New York-ríkj­um fyr­ir sam­tals 500 millj­ón­ir doll­ara. Það er því víðar en í Straums­vík þar sem fram­leiðsla áls er auk­in, en drif­kraft­ur­inn kem­ur frá bílaiðnaðinum. Þess­ari upp­bygg­ingu á að vera lokið árið 2014 en bú­ist er við álskorti í bílaiðnaðinum árið 2013.

Auk­in er notk­un áls í felg­ur, vél­ar og fjöðrun­ar­búnað á und­an­förn­um árum en ál­notk­un­in hef­ur á allra síðustu miss­er­um einnig náð til hurða, bretta, húdd­loka og jafn­vel burðargrind­ar. Þar hef­ur Audi rutt braut­ina og byggt heilu bíl­ana svo til úr áli og Mercedes Benz hef­ur fylgt í kjöl­farið.

Sá þátt­ur sem ýtir hvað mest und­ir þessa aukna notk­un áls eru sí­fellt hert­ar regl­ur hins op­in­bera um all­an heim um minni meng­un bíla og þá veg­ur vigt þeirra mikið. Ál veg­ur þris­var sinn­um minna en stál, en kost­ar meira og er erfiðara og dýr­ara að móta. Eitt pund af áli kost­ar nú 1 doll­ar, um helm­ingi meira en pund af stáli.

Banda­rísk­ir bíla­fram­leiðend­ur ganga svo langt að þeir ætla brátt að skipta út stáli fyr­ir ál í pall­bíla sína, en um­skipti úr stáli í ál er lengst kom­in í lúx­us­bíla því þar er helst hægt að rétt­læta auk­inn kostnað og koma hon­um út í verðlag þeirra. Mercedes Benz SL roadster er t.d. svo til al­veg byggður úr áli og með því hef­ur hann lést um 150 kíló.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »