Síðustu Saab bílarnir boðnir upp

Saab bílarnir bíða nýrra eigenda í Bandaríkjunum
Saab bílarnir bíða nýrra eigenda í Bandaríkjunum

Þó að langt sé síðan síðustu Saab bílarnir streymdu af færiböndunum eru enn óseldir bílar til hjá sænska framleiðandanum. Síðustu ríflega 900 stykkin sem flutt voru til Bandaríkjanna verða boðin upp á næstu dögum. Þessir bílar eru orðnir meira en ársgamlir og voru fluttir vestur um haf í fyrra en ekki seldir þar sem Saab Cars North America varð gjaldþrota rétt eins og framleiðandinn.

Búist er við því að þessir 900 bílar verði seldir með 30-50% afslætti, svo ætla má að margir nýir Saab-eigendur geri kostakaup og eignist í leiðinni söfnunargrip. Bílarnir eru af flestum gerðum sem Saab framleiddi fyrir gjaldþrotið. Um 450 þeirra eru af 9-5 gerð, 400 af 9-3 gerð, 60 af 9-3 langbaksgerð, 28 eru 9-4X jeppar og einir 12 eru blæjubílar.

Fyrir utan þessa rúmlega 900 nýja bíla verða einnig boðnir upp 60 fyrirtækjabílar af Saab gerð og þar á meðal eru sjaldgæfir bílar eins og 1960 árgerð af Saab Quantum IV og 1970 árgerð af Saab Sonnett III. Væntanlega verður barist um þá bíla.

mbl.is

Bloggað um fréttina