Fjórða Clio-kynslóðin kynnt til sögunnar

Snotur bíll sem ávallt Renault Clio
Snotur bíll sem ávallt Renault Clio

Renault hefur birt myndir af nýrri kynslóð smábílsins. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í París í haust og kemur á götuna í byrjun næsta árs. Fyrsti Clioinn kom á götuna árið 1989 og frá því hafa rúmlega 11 milljónir eintaka af þessum bíl verið seldar.

Þótt skyldleiki sjáist með núverandi kynslóð er útlit þess nýja samt nýstárlegt. Hann verður ýmist fáanlegur sem þriggja eða fimm dyra. Sú nýbreytni tengist einnig nýju kynslóðinni, að meðal véla sem verður hægt að velja úr er þriggja strokka 0,9 lítra hverfilblásin bensínvél (túrbó) sem skilar 90 hestöflum. Mun hún leysa fjögurra strokka TCe 100 vélina af hólmi

Cliobílar með þessari vél eru sagðir munu losa einungis 99 g/km af gróðurhúsalofti sem hefur í för með sér að bíllinn verður víða undanþeginn bíla- og mengunarsköttum.

Í fyrsta sinn mun Clio bjóðast með því sem Renault kallar EDC, eða sex hraða skilvirkri tvíkúplingu. Sérfræðingar telja að þar sé um að ræða hálfsjálfvirka kúplingu á borð við DSG-kúplingu Volkswagen og TCT-kúplingu Fiat. Þessi kúpling verður í boði í Clio með 120 hestafla 1,2 lítra hverfilblásinni bensínvél eða 90 hesta 1,5 lítra dísilvél.

Með síðarnefndu vélina undir húddinu mun nýi Clioinn aðeins neyta 2,9 lítra af dísilolíu á hverja 100 km og losa einungis 83 g/km af koltvíildi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina