Telja Audi A8 Hybrid vera sýndarmennsku: Aðeins í Evrópu og Asíu

Audi A8 með Hybrid-tækni sem eyðir meira, er þyngri og …
Audi A8 með Hybrid-tækni sem eyðir meira, er þyngri og dýrari en samskonar bíll með dísilvél.

Þegar kemur að Hybrid bílum halda flestir að þeir séu ætlaðir fyrir Bandaríkjamarkað þar sem það þykir einkar fínt að aka um á svo vistvænum ökutækjum. Það ætlar Audi þó ekki að gera með nýjan Audi A8 Hybrid. Hann verður aðeins seldur í Evrópu og Asíu, en í Kína er stærsti markaður fyrir Audi-bíla í heiminum. Þykir ýmsum undarlegt að bíllinn verði ekki fluttur til stærsta Hybrid markaðarins, Bandaríkjanna, en Audi hefur ekki gefið neina skýringu.

Hybrid búnaður allra bílamerkja Volkswagen-fjölskyldunnar hefur þó ekki vakið eftirtekt fyrir gæði, nýjungar eða framþróun, ólíkt mörgu öðru sem fyrirtækin þróa. Svo virðist sem samsteypan taki þátt í Hybrid-væðingunni án þess að meina mikið með því, nema þá helst að vera með. Það sem helst þykir sanna þessa kenningu er að í öllum gerðum Hybrid-bíla Volkswagen-samsteypunnar má finna dísilútgáfu samskonar bíls sem eyðir minna, er léttari og kostar minna. Það er því engin ástæða fyrir Audi að framleiða verri, þyngri og dýrari útgáfu af sama bíl, en það gerir það samt.

mbl.is

Bloggað um fréttina