Telja Audi A8 Hybrid vera sýndarmennsku: Aðeins í Evrópu og Asíu

Audi A8 með Hybrid-tækni sem eyðir meira, er þyngri og …
Audi A8 með Hybrid-tækni sem eyðir meira, er þyngri og dýrari en samskonar bíll með dísilvél.

Þegar kem­ur að Hybrid bíl­um halda flest­ir að þeir séu ætlaðir fyr­ir Banda­ríkja­markað þar sem það þykir einkar fínt að aka um á svo vist­væn­um öku­tækj­um. Það ætl­ar Audi þó ekki að gera með nýj­an Audi A8 Hybrid. Hann verður aðeins seld­ur í Evr­ópu og Asíu, en í Kína er stærsti markaður fyr­ir Audi-bíla í heim­in­um. Þykir ýms­um und­ar­legt að bíll­inn verði ekki flutt­ur til stærsta Hybrid markaðar­ins, Banda­ríkj­anna, en Audi hef­ur ekki gefið neina skýr­ingu.

Hybrid búnaður allra bíla­merkja Volkswagen-fjöl­skyld­unn­ar hef­ur þó ekki vakið eft­ir­tekt fyr­ir gæði, nýj­ung­ar eða framþróun, ólíkt mörgu öðru sem fyr­ir­tæk­in þróa. Svo virðist sem sam­steyp­an taki þátt í Hybrid-væðing­unni án þess að meina mikið með því, nema þá helst að vera með. Það sem helst þykir sanna þessa kenn­ingu er að í öll­um gerðum Hybrid-bíla Volkswagen-sam­steyp­unn­ar má finna dísilút­gáfu sams­kon­ar bíls sem eyðir minna, er létt­ari og kost­ar minna. Það er því eng­in ástæða fyr­ir Audi að fram­leiða verri, þyngri og dýr­ari út­gáfu af sama bíl, en það ger­ir það samt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »