Innrás Benz á smábílamarkað

Með Mercedes Benz A-Class í sportbílaflokki herja framleiðendur Benz á …
Með Mercedes Benz A-Class í sportbílaflokki herja framleiðendur Benz á nýjan markað.

Fyrstu nýju Mercedes Benz A-Class rúlla nú af færibandinu í Rastatt-verksmiðjunni í Þýskalandi. Um er að ræða þriðju kynslóð af bíl sem ber þetta nafn. Þessi nýi A-Class er annar í röðinni af endurgerðum smábílum frá Mercedes Benz og er svipur með honum og nýjum B-Class sem kynntur var á dögunum og byrjað er að selja hér á Íslandi. Hjá Mercedes Benz á þó ekki að láta þar við sitja heldur stendur til að bæta við einum smábílnum enn, en það mun verða smájepplingur sem framleiddur verður í sömu verksmiðju og A-Class. Nánari upplýsingar um þennan jeppling er ekki að fá ennþá.

Mikil eftirspurn

„Mercedes Benz A-Class táknar innrás okkar á smábílamarkaðinn og það er von á meiru,“ sagði dr. Dieter Zetsche, formaður stjórnar Daimler, og yfirmaður Mercedes Benz.

Eftirspurnin eftir smábílum Mercedes Benz er það mikil að von bráðar mun þurfa að bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjunni að sögn Peters Wesps, yfirmanns Rastatt-verksmiðjunnar.

mbl.is