Bandaríska neytendaritið velur árlega og útnefnir fimm vinsæla bíla sem að segir að neytendur ættu að forðast. Meðal þeirra í ár eru Toyota Prius og Honda Civic, sem notið hafa vinsælda í Bandaríkjunum.
Blaðið segir að bílarnir fimm séu eflaust ofarlega í huga fólks sem hyggi á bílakaup. Þeim væri nær að láta þá eiga sig. Ástæðan er sú að þeir komu ekki nógsamlega vel út úr tiraunum tímaritsins eða eru bilanasamir.
Tímarit þetta er í metorðum haft og eftir umsögnum þess tekið. Auk Prius og Civic eru á lista þess í ár hálfjeppinn Jeep Liberty, Ford Edge og Dodge Grand Caravan.