Í þessari viku árið 1978 dóu þrír indverskir unglingar í hörðum árekstri á Ford Pinto-bíl. Þetta atvik átti eftir að setja af stað keðjuverkun sem hafði mótandi áhrif á hvern einasta bílaframleiðanda í heiminum. Dómur féll Ford í óhag varðandi öryggi Pinto-bílsins og dómarar komust að því að hönnun hans væri ástæðan fyrir því að unglingarnir dóu í þessu bílslysi. Eldsneytistankur bílsins sprakk við áreksturinn og varð til þess að unglingarnir brunnu inni í bílnum.
Þetta var í fyrsta sinn sem bílaframleiðandi var fundinn sekur um galla sem leiddi til dauðsfalls. Ford hélt því fram að staðsetning eldsneytistanks Pinto-bílsins væri sú sama og á mörgum öðrum sambærilegum bílum og að fyrirtækið hefði gert allt sem í valdi þess stóð í að innkalla Pinto-bíla eftir að gallinn kom í ljós. Á endanum sýknaði hæstiréttur Ford af ákærunum, en þetta atvik opnaði dyrnar fyrir fleiri ákærum sem bílaframleiðendur urðu fyrir í framhaldinu vegna hættulegra galla í hönnun og smíði bíla þeirra.