Fleiri bílar á mann í Evrópu en USA

Þétt bílaumferð á breskum þjóðvegi
Þétt bílaumferð á breskum þjóðvegi

Það kemur vafalaust mörgum á óvart að bílaeign á hvern íbúa í Bandaríkjunum er minni en í Evrópulöndunum Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Belgíu. Það á reyndar við mun fleiri lönd því Bandaríkin eru númer 25 á listanum yfir flesta bíla á mann í heiminum. Efst á listanum trónir hinsvegar smáríkið Mónakó með 771 bíl á hverja 1.000 íbúa en þar á eftir eru Lúxemburg og Ísland en bæði lönd eru með rétt undir 700 bíla.

Í Japan, Ástralíu og Nýja Sjálandi eru fleiri bílar á mann en í Bandaríkjunum. Helsta ástæða þess að Bandaríkjamenn eru ekki lengur efstir á lista er sögð að efnahagur millistéttarinnar í Bandríkjunum hafi farið mjög hallloka á undanförnum árum og mjög hafi dregið úr bílakaupum þess hóps. Því hafi verið öfugt farið hjá millistéttarfólki í Evrópu á síðustu árum. Í dag eru 439 bílar á hvern íbúa Bandríkjanna. Undarleg þversögn við þessa bílaeign vestanhafs er að hver íbúi Bandaríkjanna eyðir samt helmingi meiri orku en hver íbúi Evrópu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina