Lækkaður hámarkshraði tilgangslaus

Er áhrif lækkaðs hámarkshraða, hraðahindrana og hraðamyndavéla er skoðuð kemur …
Er áhrif lækkaðs hámarkshraða, hraðahindrana og hraðamyndavéla er skoðuð kemur í ljós að þær skila engu við fækkun slysa, en kosta mikið og eru til ómældra leiðinda.

Fé­lag breskra bí­leig­enda mót­mæl­ir fyr­ir­hugaðri lækk­un há­marks­hraða í íbúa­hverf­um úr 30 míl­um í 20. Ástæða þess er sú að slík­ar breyt­ing­ar hafa ekki skilað neinu í þeim borg­um sem það hef­ur verið reynt.  Það sem meira er, dauðsföll­um og al­var­leg­um slys­um hef­ur frek­ar fjölgað á þeim stöðum og er borg­in Ports­mouth dæmi um það. Sams­kon­ar niður­stöður hafa einnig komið frá Bristol, Oxford og Warringt­on.

Fé­lag bif­reiðaeig­enda bend­ir á að lækk­un há­marks­hraða hafi enga sýni­lega kosti í för með sér og legg­ur fram skýr­ar töl­ur máli sínu til stuðnings. Hins­veg­ar sé slík lækk­un mjög óhag­kvæm þar sem ferðatími fólks leng­ist mjög og mik­ill kostnaður sé einnig fólg­inn í að skipta út öll­um hraðaskilt­um. Legg­ur fé­lagið til að þeim fjár­mun­um sem í það myndi fara sé bet­ur varið í aðrar aðgerðir sem stuðlað gætu að auknu um­ferðarör­yggi. Með því fengi al­menn­ing­ur eitt­hvað til baka af fjár­mun­un­um sem í það er lagt í stað þess að ausa fé í eitt­hvað sem vitað er að engu skil­ar.

Einnig benti bí­leig­enda­fé­lagið á að gælu­verk­efni mis­vit­urra póli­tík­usa í formi hraðahindr­ana og hraðamynda­véla í viðbót við lækkaðan há­marks­hraða hefðu engu skilað nema leiðind­um og eng­in vís­inda­lög rök bentu til þess að í þeim fæl­ist nokk­ur bót. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina