Lækkaður hámarkshraði tilgangslaus

Er áhrif lækkaðs hámarkshraða, hraðahindrana og hraðamyndavéla er skoðuð kemur …
Er áhrif lækkaðs hámarkshraða, hraðahindrana og hraðamyndavéla er skoðuð kemur í ljós að þær skila engu við fækkun slysa, en kosta mikið og eru til ómældra leiðinda.

Félag breskra bíleigenda mótmælir fyrirhugaðri lækkun hámarkshraða í íbúahverfum úr 30 mílum í 20. Ástæða þess er sú að slíkar breytingar hafa ekki skilað neinu í þeim borgum sem það hefur verið reynt.  Það sem meira er, dauðsföllum og alvarlegum slysum hefur frekar fjölgað á þeim stöðum og er borgin Portsmouth dæmi um það. Samskonar niðurstöður hafa einnig komið frá Bristol, Oxford og Warrington.

Félag bifreiðaeigenda bendir á að lækkun hámarkshraða hafi enga sýnilega kosti í för með sér og leggur fram skýrar tölur máli sínu til stuðnings. Hinsvegar sé slík lækkun mjög óhagkvæm þar sem ferðatími fólks lengist mjög og mikill kostnaður sé einnig fólginn í að skipta út öllum hraðaskiltum. Leggur félagið til að þeim fjármunum sem í það myndi fara sé betur varið í aðrar aðgerðir sem stuðlað gætu að auknu umferðaröryggi. Með því fengi almenningur eitthvað til baka af fjármununum sem í það er lagt í stað þess að ausa fé í eitthvað sem vitað er að engu skilar.

Einnig benti bíleigendafélagið á að gæluverkefni misviturra pólitíkusa í formi hraðahindrana og hraðamyndavéla í viðbót við lækkaðan hámarkshraða hefðu engu skilað nema leiðindum og engin vísindalög rök bentu til þess að í þeim fælist nokkur bót. 

mbl.is

Bloggað um fréttina