10 mest stolnu bílarnir

Það er þessi bíll, Honda Accord af árgerð 1994 sem …
Það er þessi bíll, Honda Accord af árgerð 1994 sem auðveldast virðist vera fyrir bílþjófa að stela.

Bí­leig­end­um finnst yf­ir­leitt gam­an að sjá bíla sína of­ar­lega á hinum ýmsu list­um er varða bíla. Þó ekki ein­um, þ.e. list­an­um yfir mest stolnu bíl­ana. Því ættu eig­end­ur af Honda Accord ár­gerð 1994 að vera var­ir um sig því sá bíll er ein­mitt sá efsti á þeim lista. Árlega gef­ur lög­regl­an í Banda­ríkj­un­um út lista yfir þá bíla sem helst er stolið þarlend­is og sá nýj­asti er ný­kom­inn út fyr­ir síðasta ár.

Þar kem­ur fram að bílþjófnuðum hef­ur reynd­ar fækkað um 3,3% frá 2010 og hef­ur ekki mælst minni frá ár­inu 1967. Það eru góðar frétt­ir sem benda einnig til þess að erfiðara og erfiðara er að stela nýj­um bíl­um. Því kem­ur ekki á óvart að þeir 10 bíl­ar sem efst­ir eru á list­an­um slæma eru fæst­ir af nýrri gerð.

Á und­an­förn­um árum hafa bíl­ar af ár­gerð 1997 eða eldri fyllt list­ann en bíl­ar af nýrri ár­gerð eru gjarn­an bún­ir meira ör­yggi er kem­ur að læs­ing­um. Nú ber svo reynd­ar við, vegna þess hve þjóf­ar eru orðnir vel tækj­um bún­ir, að yngri bíl­ar eru farn­ir að ná á list­ann. Honda Accord af ár­gerð 1994 hef­ur vermt efsta sæti þjófnaðarlist­ans allt frá ár­inu 2008, en list­inn er svona fyr­ir síðasta ár.

  1. 1994 Honda Accord
  2. 1998 Honda Civic
  3. 2006 Ford F-Series
  4. 1991 Toyota Camry
  5. 2000 Dod­ge Cara­v­an
  6. 1994 Acura In­tegra
  7. 1999 Chevr­olet Sil­vera­do
  8. 2004 Dod­ge Ram
  9. 2002 Ford Explor­er
  10. 1994 Nis­s­an Sentra
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »