10 mest stolnu bílarnir

Það er þessi bíll, Honda Accord af árgerð 1994 sem …
Það er þessi bíll, Honda Accord af árgerð 1994 sem auðveldast virðist vera fyrir bílþjófa að stela.

Bíleigendum finnst yfirleitt gaman að sjá bíla sína ofarlega á hinum ýmsu listum er varða bíla. Þó ekki einum, þ.e. listanum yfir mest stolnu bílana. Því ættu eigendur af Honda Accord árgerð 1994 að vera varir um sig því sá bíll er einmitt sá efsti á þeim lista. Árlega gefur lögreglan í Bandaríkjunum út lista yfir þá bíla sem helst er stolið þarlendis og sá nýjasti er nýkominn út fyrir síðasta ár.

Þar kemur fram að bílþjófnuðum hefur reyndar fækkað um 3,3% frá 2010 og hefur ekki mælst minni frá árinu 1967. Það eru góðar fréttir sem benda einnig til þess að erfiðara og erfiðara er að stela nýjum bílum. Því kemur ekki á óvart að þeir 10 bílar sem efstir eru á listanum slæma eru fæstir af nýrri gerð.

Á undanförnum árum hafa bílar af árgerð 1997 eða eldri fyllt listann en bílar af nýrri árgerð eru gjarnan búnir meira öryggi er kemur að læsingum. Nú ber svo reyndar við, vegna þess hve þjófar eru orðnir vel tækjum búnir, að yngri bílar eru farnir að ná á listann. Honda Accord af árgerð 1994 hefur vermt efsta sæti þjófnaðarlistans allt frá árinu 2008, en listinn er svona fyrir síðasta ár.

  1. 1994 Honda Accord
  2. 1998 Honda Civic
  3. 2006 Ford F-Series
  4. 1991 Toyota Camry
  5. 2000 Dodge Caravan
  6. 1994 Acura Integra
  7. 1999 Chevrolet Silverado
  8. 2004 Dodge Ram
  9. 2002 Ford Explorer
  10. 1994 Nissan Sentra
mbl.is

Bloggað um fréttina