Nú þegar bílaframleiðsla er að ná nýjum hæðum í Bretlandi og stefnir í metár í fjölda smíðaðra bíla þar árið 2015 fannst bílablaðinu Autocar ekki úr vegi að spyrja lesendur sína hver væri besti bíll Bretlands frá upphafi. Mini fékk afgerandi kosningu í efsta sætið en næstu bílar á eftir dvergbílnum komu Range Rover og Jaguar E-Type. Listi efstu 10 bíla var þannig:
Áhrif Mini bílsins voru gríðarleg á bílamarkaðinn og líklega hefur enginn breskur bíll haft önnur eins áhrif. Áhrifin sjást reyndar vel ennþá í bílum eins og Volkswagen Golf og Ford Focus. Autocar nefnir að Mini hafi aldrei verið gallalaus bíll og í raun margt sem að honum var og framleiðandi hans hafi aldrei grætt á framleiðslu hans. En þessi aðeins 3 metra langi bíll með byltingarkennda drifrás, skiptingu og fjöðrun var samt einstök smíð og aksturseiginleikarnir einstakir. Margir hafi horft til hans síðan.
Á síðasta ári voru framleiddir 1,34 milljónir bíla í Bretlandi og 80% þeirra fluttir til annarra landa. Mörg erlend bílamerki eru með verksmiðjur í Bretlandi og framleiðslugetan er enn að aukast. Búist er við því að í Bretlandi verði framleiddir 2 milljónir bíla árið 2015 og með því slái það ár við metframleiðsluárinu 1972, en þá voru framleiddir 1,92 milljón bílar í Bretlandi.