Lada fríkkar

Það er langur vegur frá litla Lada jeppanum sem var …
Það er langur vegur frá litla Lada jeppanum sem var svo algengur á íslenskum vegum og þessum fallega jepplingi.

Á bílasýningunni í Moskvu sem nú stendur yfir sýndi Lada þennan geðþekka jeppling sem gefur tóninn fyrir framleiðslu fyrirtækisins á næstunni. Hönnuður hans er Steve Mattin sem áður teiknaði bíla fyrir Mercedes Benz og varð síðar aðalhönnuður Volvo áður en hann gekk til liðs við Lada. Bíllinn hefur fengið nafnið Xray sem vitnar til X-laga framhluta bílsins.

Framendi bílsins á að marka útlit framtíðarbíla Lada og aðgreina þá frá öðrum bílum. Búast má við að bíllinn komi til sölu árið 2015 og þá e.t.v. ekki í nákvæmlega þessu útliti en AvtoVAZ, framleiðandi Lada, segir að þessi bíll marki framtíðarútlit bíla Lada. Ef marka má þennan bíl hyggst AvtoVAZ loks hverfa frá steinaldarlegu útliti og taka þátt í hönnun og smíði fallegra og óvenjulegra bíla og það vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina