Aukinn hámarkshraði í Texas

Víðast hvar í Bandaríkjunum er hámarkshraði 55 mílur en víða …
Víðast hvar í Bandaríkjunum er hámarkshraði 55 mílur en víða í Texas er 80 mílna hámarkshraði og nú hæstur 85 mílur.

Mesta hámarkshraði í Bandaríkjunum er nú að finna í Texas. Á hraðbrautinni milli Austin og San Antonio má nú aka á 137 km hraða, eða á 85 mílum. Hámarkshraðinn var aukinn nýlega af 5 manna nefnd sem hafði öryggi ökumanna í fyrirrúmi. Aukningin hefur mætt gagnrýni  þar sem fleiri dauðaslys eiga sér stað á vegum þar sem leyfður er meiri hraði en 55 mílur. Engu að síður komst nefndin að því að ökumönnum stafaði ekki meiri hætta af þessum leyfða hraða en minni hraða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina