Mesta hámarkshraði í Bandaríkjunum er nú að finna í Texas. Á hraðbrautinni milli Austin og San Antonio má nú aka á 137 km hraða, eða á 85 mílum. Hámarkshraðinn var aukinn nýlega af 5 manna nefnd sem hafði öryggi ökumanna í fyrirrúmi. Aukningin hefur mætt gagnrýni þar sem fleiri dauðaslys eiga sér stað á vegum þar sem leyfður er meiri hraði en 55 mílur. Engu að síður komst nefndin að því að ökumönnum stafaði ekki meiri hætta af þessum leyfða hraða en minni hraða.