Stela bílum án lykils

Eigendur BMW X5 bíla sem framleiddir eru fyrir september 2011 …
Eigendur BMW X5 bíla sem framleiddir eru fyrir september 2011 þurfa sérstaklega að gæta sín

Fleiri og fleiri bílum er stolið í Bretlandi án þess að þjófarnir hafi komist yfir bíllykla eigendanna. Þjófarnir nýta sér tækni sem gerir þeim kleift að útbúa eftirlíkingu bíllykla. Dæmi eru um það að bílum hafi verið stolið beint fyrir framan nefið á eigendum sínum með þessum hætti. Þrátt fyrir að bílstuldum hafi fækkað í London eru 39% þeirra gerð á þann hátt að raunverulegir bíllyklar eru ekki notaðir.

BMW-bílar virðast vera ákaflega vinsælir hjá bílþjófunum og þá sérstaklega gerðirnar X5 og X6. BMW-framleiðandinn segist þó hafa komist fyrir vandamálið fyrir bíla sína frá og með framleiðslu í september 2011 og nú sé ekki lengur hægt að stela bílum þeirra með þessari aðferð.  

mbl.is

Bloggað um fréttina