Stela bílum án lykils

Eigendur BMW X5 bíla sem framleiddir eru fyrir september 2011 …
Eigendur BMW X5 bíla sem framleiddir eru fyrir september 2011 þurfa sérstaklega að gæta sín

Fleiri og fleiri bíl­um er stolið í Bretlandi án þess að þjóf­arn­ir hafi kom­ist yfir bíllykla eig­end­anna. Þjóf­arn­ir nýta sér tækni sem ger­ir þeim kleift að út­búa eft­ir­lík­ingu bíllykla. Dæmi eru um það að bíl­um hafi verið stolið beint fyr­ir fram­an nefið á eig­end­um sín­um með þess­um hætti. Þrátt fyr­ir að bílstuld­um hafi fækkað í London eru 39% þeirra gerð á þann hátt að raun­veru­leg­ir bíllykl­ar eru ekki notaðir.

BMW-bíl­ar virðast vera ákaf­lega vin­sæl­ir hjá bílþjóf­un­um og þá sér­stak­lega gerðirn­ar X5 og X6. BMW-fram­leiðand­inn seg­ist þó hafa kom­ist fyr­ir vanda­málið fyr­ir bíla sína frá og með fram­leiðslu í sept­em­ber 2011 og nú sé ekki leng­ur hægt að stela bíl­um þeirra með þess­ari aðferð.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »