Eitt erfiðasta val sem flestir standa fyrir er hvaða bíl skal kaupa hverju sinni og þó að í auglýsingum framleiðendanna blasi við besti kosturinn á það einnig við næstu bílaauglýsingu. Blaðamaðurinn Brett Berk hjá tískublaðinu Vanity Fair í Bandaríkjunum spurði 13 bílablaðamenn hvaða bíla þeir sjálfir myndu kaupa fyrir 100.000 dollar eða minna, eða 12,6 milljónir króna.
Hér að neðan er listi þeirra bíla sem þeir töldu eigulegasta. Margir þeirra kosta miklu minna í heimalandinu en hámarksupphæðin leyfir. Það kemur e.t.v. ekki svo mikið á óvart að tveir Mercedes Benz AMG-bílar skuli vera þar, sem og tveir Porsche-bílar, en að ódýrir bílar eins og Subaru BRZ og Hyundai Velostar skuli vera á honum er öllu merkilegra. Rafmagnsbíllinn Tesla Model S heillaði einnig blaðamenn.