Nýtt útspil með fjórhjóladrifi

Við höf­um mikl­ar vænt­ing­ar til Dacia Dust­er og horf­um von­andi fram á spenn­andi tíma,“ seg­ir Loft­ur Ágústs­son, markaðsstjóri bílaum­boðsins BL í sam­tali við Morg­un­blaðið. BL hef­ur hafið sölu á hinum fjór­hjóla­drifna Dust­er sem hlotið hef­ur mjög góðar mót­tök­ur í Evr­ópu, ekki síst í Frakklandi og Þýskalandi, ekki síst sak­ir hag­stæðs verðs.

Sig­ur­för í Evr­ópu

Dacia Dust­er er smíðaður í smiðjum Nis­s­an/​Renault sam­steyp­unn­ar í Rúm­en­íu. Hafa Dacia-bíl­ar farið sig­ur­för um fjöl­mörg lönd í Evr­ópu á und­an­förn­um miss­er­um, ekki síst vegna hag­stæðs verðs. Dacia Dust­er mun kosta 3.990.000 krón­ur með dísil­vél og fjór­hjóla­drifi.

„Ástæðan fyr­ir því að við erum ekki byrjaðir fyr­ir löngu að flytja þenn­an bíl inn er hrunið. Við höf­um um tveggja ára skeið átt í viðræðum við Renault og Nis­s­an um að fá að selja hann. Á sama tíma vor­um við að koma Renault á kopp­inn hér og þetta hef­ur bara tekið sinn tíma, að koma öllu heim og sam­an,“ seg­ir Loft­ur.

Mjög spurt um ódýr­ari bíla

Spurður hvers vegna BL ráðist í að bæta þessu nýja merki í umboðahóp sinn stóð ekki á svari. „Í fyrsta lagi átti sér stað umræða hér inn­an­húss um hvort þessi bíll væri að stand­ast vænt­ing­ar. Það er hið fyrsta við þurf­um að gera upp við okk­ur, er þetta vara sem við vilj­um láta kenna okk­ur við. Og rann­sókn­ir okk­ar leiddu í ljós, að þessi bíll er að gera sig, stand­ast vænt­ing­ar,“ seg­ir Loft­ur enn­frem­ur.

Hjá BL var það viðhorf ríkj­andi að Dacia væru ein­fald­lega spenn­andi bíl­ar. „Svo er ekki fram­hjá því að horfa, að við telj­um að verðið sem við get­um boðið eigi eft­ir að falla í góðan jarðveg. Við verðum vör við, að það er mjög leitað eft­ir bíl­um sem eru bæði hag­kvæm­ir í rekstri og kosta minna í upp­hafi. Og við eig­um eng­in út­spil önn­ur með fjór­hjóla­drifs­bíl sem kost­ar und­ir fjór­um millj­ón­um króna,“ seg­ir Loft­ur. Bæt­ir við að reynsla fyr­ir­tæk­is­ins af dísil­vél­un­um í Renault, eins og 1500-vél­inni sem verið hef­ur í Meg­an­bíln­um, hafi mælt með því að bjóða upp á Dacia­merkið. Dust­er­inn er með sömu vél sem er mjög eyðslugrönn.

„Okk­ur sýn­ist þetta gæti orðið val­kost­ur sem fólk vill skoða. Auðvitað þurfa neyt­end­ur að yf­ir­stíga þá hindr­un að þetta er bíll sem eng­in reynsla er af á Íslandi. En við get­um boðið hann á verði, með þriggja ára ábyrgð, sem marg­ir eru að bjóða notaða bíla á. Og það er mjög sterkt fyr­ir okk­ur að í öðrum lönd­um, eins og Frakklandi, hef­ur þessi bíll farið afar vel af stað. Þá var Dust­er­inn sjö­undi sölu­hæsti bíll­inn til ein­stak­linga í Þýskalandi í sum­ar en það er mjög kröfu­h­arður markaður og seg­ir því sitt um bíl­inn.“

Sand­ero næst­ur á dag­skrá

Loft­ur seg­ist telja að í til­felli Renault og Dacia megi sjá við hliðstæður við fram­leiðslu hjá Volkswagen og Skoda.

„Þar virðist um svipaða upp­bygg­ingu að ræða. Fram­leiðand­inn seg­ist ein­ung­is nota íhluti sem notaðir hafa verið með góðum ár­angri í öðrum bíl­um. Hann kveðst og forðast að vera með mjög tækni­leg­ar út­færsl­ur og úr­lausn­ir sem geta bilað og eru mjög dýr­ar í upp­hafi og hækka bíla mjög í verði. Skod­inn er ofboðslega vin­sæll bíll hér á landi og með margra ára for­skot, en við vænt­um þess að Dust­er höfði með svipuðum hætti til fólks,“ seg­ir Loft­ur.

Sand­ero er næst­ur

Aðrir bíl­ar frá Dacia hafa notið mik­illa vin­sælda, eins og til dæm­is Sand­ero. Seg­ir Loft­ur Ágústs­son stefnu BL að byrja með Dust­er og fá reynslu á hann áður en næsta skref sé stigið. „Það er ekki ólík­legt að næsta vor, 2013, mun­um við taka Sand­ero inn. Hann verður með nýju boddíi og lof­ar góðu. Hann er næst­ur á dag­skrá hjá okk­ur.“

agas@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »