Ylur í bílinn með einföldu tæki

Páll Leifsson með bílahitarann sem má setja í gang með …
Páll Leifsson með bílahitarann sem má setja í gang með til dæmis forstilltri klukku, fjarstýringu eða jafnvel skilaboðum í síma. mbl.is/Sigurður Bogi

Bílahitarar bæta lífsgæði. Þægilegur hiti og hrímlausar rúður. Eyðsla og mengun minnka. Skyggnið er meira og slysahættan minni.

Með þessu litla tæki er bíllinn heitur og notalegur þegar þú ferð af stað út í umferðina. Í flestum tilfellum er nóg að hafa hitarann í gangi í hálftíma áður en haldið er af stað og þá ertu í góðum málum,“ segir framkvæmdastjóri Páll Leifsson, framkvæmdastjóri Bílasmiðsins við Bíldshöfða í Reykjavík.

Bílasmiðurinn hefur sett á markað Webasto-bílahitara sem valdir hafa verið hinir bestu undanfarin ár af lesendum virtra erlendra bílablaða. Tækin hafa fengið fjölda viðurkenninga fyrir gæði, áreiðanleika og skilvirkni svo eitthvað sé nefnt. Helstu bílaumboð hér á landi bjóða Webasto-hitara sem keyptir eru hjá Bílasmiðnum. Ísetning tækisins er dagsverk en panta þarf tíma með nokkurra daga fyrirvara.

Ending ætti að aukast

Hitararnir góðu verma bílinn að innan og vélina um leið. Tækið er sjálfstætt og þarf ekki straum úr 230 volta tengli.

„Óháð vél bílsins tekur tækið, sem fyrr segir, kælivatn vélarinnar og dælir að miðstöð bílsins,“ segir Páll „Og þegar vatnið er komið í um fimmtíu gráður setur hún miðstöðvarblásara bílsins í gang og hitar þannig bílinn upp að innan, um leið hitnar vél bílsins. Niðurstaðan er þægilegur hiti inni í bílnum, hrímlausar og móðufríar rúður. Auk þess sem ending vélarinnar ætti að aukast, eldsneytiseyðslan að minnka og mengun að minnka.“

Forvörn gegn slysum

Páll getur þess að bílahitarann megi setja í gang með forstilltri klukku, fjarstýringu eða skilaboðum í síma.

„Forhituð bílvélin slitnar ekki eins og þegar köld vél er ræst. Menn telja að um 80% af sliti í vél sé vegna kaldræsingar. Með forhitun þarf bíllinn minna eldsneyti og framleiðir ríflega 60% minna af skaðlegum lofttegundum. Hrím á rúðum og móða að innan eru ekki bara hvimleiðir fylgifiskar haust- og vetrarmánaða heldur líka hættulegir. Flest umferðarslys verða á fyrstu mínútum ferðar. Orsökin er gjarnan slæmt skyggni og hæg viðbrögð. Með forhituðum bíl ætti hins vegar að vera, svo langt sem það nær, hægt að tryggja útsýni úr bílnum sem skerpir á viðbragðsflýti ökumannsins. Þetta finnst mér góður kostur,“ segir Páll Leifsson að síðustu.

sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: