Í háskólanum í Osló hafa menn kafað djúpt til að finna út hvort venjulegir bílar mengi meira en rafmagnsbílar og komist að þeirri niðurstöðu að svo er ekki í mjög mörgum tilvikum. Í rannsókn þeirra kom í ljós að brennsla á kolum var víða helsta aðferðin til að búa til rafmagn og mengun af því mjög mikil. Verksmiðjur sem framleiða rafmagnsbíla menga að auki miklu meira en hefðbundnar bílaverksmiðjur.
Norðmennirnir rannsökuðu allt ferlið frá framleiðslu til förgunar og komust að því að rafmagnsbíll mengar um það bil helmingi meira en venjulegur bíll ef allur líftími hans er skoðaður. Við framleiðslu rafhlaðna í rafmagnsbíla er notað mun meira af hættulegum og mengandi efnum en notað er við framleiðslu annarra bíla.
Öllu máli skiptir þó hvar rafmagnsbíllinn verður notaður í heiminum og í mörgum löndum Evrópu kemur það betur út fyrir náttúruna að nota rafmagnsbíla. Líklega á það best við um Ísland þar sem rafmagn er að öllu leiti framleitt úr endurnýjanlegri orku.