Ford stefnir að mikilli notkun koltrefja

Ford áætlar að létta alla sína bíla um 250 fyrir …
Ford áætlar að létta alla sína bíla um 250 fyrir enda þessa áratugar og þá verður þessi Ford Focus orðinn býsna léttur

Koltrefjar hafa verið notaðar í mörg ár í smíði bíla, aðallega þó dýrra og hraðskreiða bíla. Ford stefnir hinsvegar að því að nota koltrefjar í miklum mæli í bíla sína, þ.e. bíla sem kosta lítið. Ford hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um að létta allar gerðir bíla sinna um 250 kg í enda áratugarins og koltrefjar eiga að spila stórt hlutverk þar.

Koltrefjar eru fimm sinnum sterkara efni en stál en vega aðeins þriðjung af þyngd þess. Vandamálið við koltrefjar er hinsvegar hversu dýrt hráefnið er og framleiðslan kostnaðarsöm að auki. Því verður aðalverkefnið fólgið í því að ná þessum kostnaði niður. Það er þó nokkuð ljóst að koltrefjar munu spila mikla rullu hjá bílaframleiðendunum í viðleitni þeirra við að ná niður þyngd og minnka með því eldsneytiseyðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina