Ford stefnir að mikilli notkun koltrefja

Ford áætlar að létta alla sína bíla um 250 fyrir …
Ford áætlar að létta alla sína bíla um 250 fyrir enda þessa áratugar og þá verður þessi Ford Focus orðinn býsna léttur

Koltrefjar hafa verið notaðar í mörg ár í smíði bíla, aðallega þó dýrra og hraðskreiða bíla. Ford stefn­ir hins­veg­ar að því að nota koltrefjar í mikl­um mæli í bíla sína, þ.e. bíla sem kosta lítið. Ford hef­ur uppi metnaðarfull­ar áætlan­ir um að létta all­ar gerðir bíla sinna um 250 kg í enda ára­tug­ar­ins og koltrefjar eiga að spila stórt hlut­verk þar.

Koltrefjar eru fimm sinn­um sterk­ara efni en stál en vega aðeins þriðjung af þyngd þess. Vanda­málið við koltrefjar er hins­veg­ar hversu dýrt hrá­efnið er og fram­leiðslan kostnaðar­söm að auki. Því verður aðal­verk­efnið fólgið í því að ná þess­um kostnaði niður. Það er þó nokkuð ljóst að koltrefjar munu spila mikla rullu hjá bíla­fram­leiðend­un­um í viðleitni þeirra við að ná niður þyngd og minnka með því eldsneytis­eyðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »