Boða vetnisbíla fyrir Norðurlöndin 2014

Honda hefur verið að þróa FCX Clarity vetnisbílinn um árabil.
Honda hefur verið að þróa FCX Clarity vetnisbílinn um árabil. mbl.is/Honda

Norður­landa­bú­um mun standa til boða úr­val vetn­is­bíla á ára­bil­inu 2014-2017. Japönsku bílsmiðirn­ir Honda, Toyota og Nis­s­an og kór­eski bílsmiður­inn Hyundai hafa skrifað und­ir minn­is­blað með fjölda op­in­berra og einka­sam­taka í Nor­egi, Svíþjóð, Dan­mörku og Íslandi til að und­ir­búa markaðinn und­ir komu vetn­is­bíla í stór­um stíl.

Mark­miðið með minn­is­blaðinu – sem und­ir­ritað var í Kaup­manna­höfn fyr­ir helgi – er að flýta fyr­ir því að vetn­is­bíl­ar komi á markað á Norður­lönd­un­um. Meðal ann­ars með því að byggt verði upp net stöðva þar sem hægt er að tanka vetni á bíla.

Sams­kon­ar sam­komu­lag var und­ir­ritað við Evr­ópu­sam­bandið árið 2009 en í því var talið að árið 2015 gæti orðið upp­hafs­ár fjölda­sölu vetn­is­bíla í lönd­um sam­bands­ins.

Til­bún­ir hjá Honda

Honda skýrði ný­lega frá því að nýr vetn­is­bíll þess yrði til­bú­inn til fjölda­fram­leiðslu fyr­ir markað í Jap­an, Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu árið 2015. Honda fram­leiðir nú þegar slík­an bíl, FCX Cla­rity, sem verið hef­ur í þróun mörg und­an­far­in ár. agas@mbl.is

Honda hefur þróað FCX Clarity vetnisbílsinn um árabil.
Honda hef­ur þróað FCX Cla­rity vetn­is­bíls­inn um ára­bil.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »