Minna bensín en meiri kraftur

Ecotec-vélin nýja frá Opel er bylting, frá fyrri vél sömu …
Ecotec-vélin nýja frá Opel er bylting, frá fyrri vél sömu stærðar.

Opel-bílsmiðjurnar eru að þróa nýja bensínvél sem sögð er verða 33% aflmeiri en 13% sparneytnari en sambærilegar vélar sem fyrirtækið hefur smíðað.

Sem stendur er hægt að fá Opel Astra með annaðhvort 1,4 lítra og 140 hestafla vél með forþjöppu eða 1,6 lítra og 180 hesta vél. Í Insignia er síðan tveggja lítra og 220 hestafla vél.

Í vélaseríu sína finnst Opel vanta nýjan valkost og því er nú unnið að þróun nýrrar vélar sem kemst í gagnið á næsta ári. Hún er nefnd Ecotec 1,6 SIDI en skammstöfun sú stendur fyrir neistakveikingu og beina innspýtingu. Ætla má að hún leysi af hólmi núverandi vél sömu slagrýmisstærðar, þá sem er í Opel Insignia.

Samkvæmt upplýsingum frá Opel verður nýja vélin 13% sparneytnari og 33% kraftmeiri en Insignia-vélin sem fer með 6,8 lítra bensíns á hundraðið og skilar 230 Nm togi. Reyndar verður Ecotec-vélin nýja boðin misjafnlega kraftmikil. Annars vegar 170 hesta með 280 Nm togi og hins vegar 200 hesta og 300 Nm togi. Í raun gæti það þýtt að hröðun úr 80 km/klst. í 125 km/klst. í fimmta gír taki 20% minni tíma.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina