Ójafn leikur bílaframleiðenda

Góð sala á nýjum Peugeot 208 mun ekki duga eins …
Góð sala á nýjum Peugeot 208 mun ekki duga eins og sér til að rétta hlut PSA samstæðunnar og franska ríkið ætlar að hlaupa undir bagga.

Ford, Renault og Volkswagen hafa varað við þeim gjörningi sem nú stendur fyrir dyrum þar sem franska ríkið ætlar að verja stórum fjárhæðum í PSA Peugeot Citroën-samsteypuna til að verja hana gjaldþroti. Þetta þykir þeim ójafn leikur sem muni færa PSA forskot á hinum erfiða bílamarkaði í Evrópu.

Efast er um lögmæti þessa gjörnings. Á meðan er Ford að loka verksmiðjum í Belgíu og Bretlandi og draga úr framleiðsla annarra. Ford áætlar að fyrirtækið tapi 1,5 milljörðum evra á árinu í Evrópu og spáir því sama á næsta ári, en stuðningur franska ríkisins til PSA nemur 7 milljörðum Evra.

Renault ætlar ekki heldur að líða það að þessi innspýting, sem á að heita lán, verði til þess að hamla eðlilegri samkeppni og ætlar að fylgjast vel með öllum smáatriðum í áætlunum franska ríkisins. Volkswagen hefur lýst því yfir að fyrirtækið sé mjög mótfallið þessum hugmyndum og ætli að vísa málinu til Evrópudómstólsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina