Ójafn leikur bílaframleiðenda

Góð sala á nýjum Peugeot 208 mun ekki duga eins …
Góð sala á nýjum Peugeot 208 mun ekki duga eins og sér til að rétta hlut PSA samstæðunnar og franska ríkið ætlar að hlaupa undir bagga.

Ford, Renault og Volkswagen hafa varað við þeim gjörn­ingi sem nú stend­ur fyr­ir dyr­um þar sem franska ríkið ætl­ar að verja stór­um fjár­hæðum í PSA Peu­geot Citroën-sam­steyp­una til að verja hana gjaldþroti. Þetta þykir þeim ójafn leik­ur sem muni færa PSA for­skot á hinum erfiða bíla­markaði í Evr­ópu.

Ef­ast er um lög­mæti þessa gjörn­ings. Á meðan er Ford að loka verk­smiðjum í Belg­íu og Bretlandi og draga úr fram­leiðsla annarra. Ford áætl­ar að fyr­ir­tækið tapi 1,5 millj­örðum evra á ár­inu í Evr­ópu og spá­ir því sama á næsta ári, en stuðning­ur franska rík­is­ins til PSA nem­ur 7 millj­örðum Evra.

Renault ætl­ar ekki held­ur að líða það að þessi inn­spýt­ing, sem á að heita lán, verði til þess að hamla eðli­legri sam­keppni og ætl­ar að fylgj­ast vel með öll­um smá­atriðum í áætl­un­um franska rík­is­ins. Volkswagen hef­ur lýst því yfir að fyr­ir­tækið sé mjög mót­fallið þess­um hug­mynd­um og ætli að vísa mál­inu til Evr­ópu­dóm­stóls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »