Allt stefnir í að Toyota Camry verði söluhæsta bílgerðin í ár í Bandaríkjunum. Yrði það ellefta árið í röð sem Camry er söluhæstur vestanhafs. Camry er með 67.000 bíla forystu á aðra bílgerð frá Japan, Honda Accord, og sá munur er of mikill til að Honda geti gert sér vonir um að ná Toyota Camry fyrir árslok.
Í áætlunum Toyota um sölu Camry fyrir allt árið í Bandaríkjunum var búist við 360.000 bíla sölu en nú stefnir í 400.000 bíla. Nú þegar hafa selst 315.000 bílar, 37% meira en í fyrra. Ofan á þessa góðu sölu á Camry bætist að Toyota hefur ekki neyðst til að gefa góðan afslátt á Camry í ár, heldur þvert á móti eru afslættirnir hverfandi.
Á næsta ári verður keppnin um hylli kaupenda á bílum í sama flokki og Camry afar hörð þar sem nýjar gerðir Honda Accord, Nissan Altima, Ford Mondeo og Chrysler Malibu munu líta dagsins ljós.