Milljónasti Fiat 500 af færibandinu

Fiat 500 á bílasýningunni í París.
Fiat 500 á bílasýningunni í París. mbl.is/afp

Smábíllinn Fiat 500 hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom á götuna 2007. Í dag rann milljónasta smíðiseintakið af færiböndunum í bílsmiðju Fiat í Toluca í Mexíkó.

Smíði Fiat 500 var hafin í Póllandi en frá í fyrra hefur hann einnig verið framleiddur í Toluca.  Bíllinn hefur verið seldur í rúmlega 100 löndum víðsvegar um heim. Svo margir valkostir eru í útfærslu þessara bíla, að sagt er erfitt að finna tvo sem eru nákvæmlega eins.

Fiat 500 var frumsýndur í Tórínó 4. júlí 2007 að viðstöddum 7.000 manns frá 63 löndum. Hann hefur sett hvert metið á fætur öðru í flokki smábíla. Árið 2008 var hlutdeild hans í smábílamarkaði 13,9% og 2009 seldist hann í 186.000 eintökum í álfunni.

Í Norður-Ameríku hefur sala bílsins aukist mánuð frá mánuði undanfarna átta mánuði og þar er hann söluhæstur smábíla í ár. Þar hafa selst 73.000 eintök í ár.

Hugmyndin að Fiat 500 var sótt í eldri bíl með sama nafni sem framleiðslu hafði verið hætt á. Hann ber vitni ítalskri gæðahönnun og hefur sinn eigin sterka svip. 

agas@mbl.is

Hinn gamli Fiat 500 sem varð hugmyndin að nýstárlega bílnum …
Hinn gamli Fiat 500 sem varð hugmyndin að nýstárlega bílnum með sama nafni. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka