Á guðlegum hraða

Eins og sést var Melissa ekkert of kát með aðgerðir …
Eins og sést var Melissa ekkert of kát með aðgerðir lögreglunnar gegn sér, enda var hún á Guðs vegum.

Lög­regl­an í Fort Pierce stöðvaði Mel­issu Miller á 160 kíló­metra hraða í miðju íbúðahverfi þar sem há­marks­hraðinn er 50 km. Sem ástæðu fyr­ir hraðakstri sín­um sagði Mel­issa að Guð hefði sagt henni að aka á þess­um hraða og því hefði hún hlýtt. Auk þess flautaði hún stöðugt og baðaði út hönd­um út um glugg­ann á bíl sín­um og gaf þá skýr­ingu að Guð hefði einnig beðið hana um það.

Eins og er er það lög­regl­an í Flórída sem ákv­arðar há­marks­hraðann á göt­um rík­is­ins, ekki Guð, og því var Mel­issa hand­tek­in og fékk að dúsa í fang­elsi vegna mis­lest­urs síns á ákvörðun­ar­vald­inu. Mel­issa, sem er 41 árs göm­ul þarf lík­lega að kynna sér refsi­lög­gjöf­ina aðeins bet­ur ef hún ætl­ar ekki að fjölga gistinótt­un­um í fang­els­um í Flórída.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina