Útlit er fyrir að Toyota Corolla verði að víkja sæti sem vinsælasti bíll heims. Evrópskur bílll sem framleiddur er í fimm löndum; Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Kína og Taílandi, hefur náð forystu á markaði þetta árið. Þetta er sportlegi fólksbíllinn Ford Focus og má þakka velgengnina snarauknum vinsældum á Asíumarkaði.
Raunar leit út fyrir að Ford Focus næði að skáka Toyota Corolla á síðasta ári en Toyota hafði betur á lokasprettinum. Áætlað er að Focus hafi það sem af er ári selst í um einni milljón eintaka á meðan gert er ráð fyrir að 966 þúsund Corollur hafi verið seldar.