Honda CR-V besti fjórdrifni bíllinn 2012

Honda CR-V hefur verið valinn besti fjórdrifni bíllinn 2012 af tímaritinu Total 4x4 Magazine, sérblaði um bíla með drif á öllum fjórum hjólum. Bílnum, fjórðu kynslóð þessa vinsæla bíls, var hrundið af stokkum í haust.

Þetta er fyrsta viðurkenningin sem Honda CR-V hlotnast og hafa keppinautarnir um hana aldrei verið fleiri, að sögn ritstjóra blaðsins. Því þykir athyglisvert að bíll með svo fáa lífdaga að baki skuli hreppa titilinn.

Bílarnir voru teknir í alls konar próf til að ganga úr skugga um gæði innréttingar, ferðaþægindi í bílnum og gagnsemi hans í akstri og umferð. Skiptust margir ökumenn á að aka þeim eftir fyrirfram ákveðinni leið.

Blaðið hælir Honda CR-V bílnum meðal annars fyrir hvað hann er mun hljóðlátari að innanverðu og hversu notkunarrými hefur aukist.

mbl.is

Bloggað um fréttina