Kaup á notuðum bílum geta vafist fyrir leikmönnum enda oft um talsverðar fjárhæðir að ræða og faglegri þekkingu kaupandans gjarnan ábótavant.
Eiturhressi bifvélavirkinn Scotty Kilmer gefur kaupendum nokkur góð ráð í myndbandinu sem fylgir hér að neðan. Hann sýnir hvernig sjá má hvort bíllinn hefur lent í árekstri, hvort hann lekur olíu og hvernig hann slítur dekkjunum.
Kilmer mælir einnig með að kaupandinn útvegi sér bilanagreiningartæki en slík tæki á að vera hægt að nota til að lesa ástand allra bíla sem framleiddir hafa verið eftir 1996. Tæki sem þessi er hægt að fá á Íslandi fyrir allt frá 20 þúsund krónum eða að kaupa greiningarþjónustuna af bifvélavirkja.