Ekki háþrýstiþvo bílvélina

Ekki nota háþrýstidælu á vélina í bílnum eða gufuhreinsa hana. Það þýðir lítið að vera með hreingerningaræði þegar kemur að bílvélinni, segir líflegi bifvélavirkinn Scotty Kilmer í myndbandi hér að neðan þar sem hann tiltekur nokkur atriði sem maður á alls ekki að gera við bílinn sinn.

Aldrei skal aftengja rafgeymi á meðan bíllinn er í gangi. Kilmer segir að á árum áður hafi menn gjarnan gert þetta til að kanna hvort alternatorinn (rafallinn) væri í lagi. Bílar nú til dags séu hins vegar með allt annarri tækni sem þoli ekki slíka meðferð.

Ekki keyra bílinn ef hitamælirinn er í botni því ef bíllinn ofhitnar eyðileggst vélin. Sé hitamælirinn farinn að stíga má hægja á hituninni með því að setja miðstöðina í botn og hleypa hitanum þannig frá. Fari hitinn lækkandi þá má keyra bílinn í viðgerð en aldrei skal keyra með hitamælinn í botni.

mbl.is

Bloggað um fréttina