Þjóðvegaöryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) leggur til að framleiðendur rafbíla verði skyldaðir til að hafa í þeim búnað er framleiðir vélarhljóð. Það er gert í þágu öryggis gangandi vegfarenda sem ella munu ekki heyra neitt er rafbíll nálgast.
Af hálfu NHTSA er staðhæft að kröfur þessar muni leiða til þess að koma í veg fyrir slys og líkamstjón. Ekki hvað síst meðal gangandi vegfarenda, sjónskertra og hjólreiðamanna.
Raf- og tvinnbílar þurfa ekki á brunavél að halda aki þeir á 30 km/klst ferð eða hægar. Á þeim hraða líða þeir áfram nær hljóðlaust í samanburði við hefðbundna bíla. Úr þessu vill NHTSA bæta með því að bílarnir sendi frá sér hljóð á „hljóðlausum“ öðrum í umferðinni til viðvörunar.