Helstu mál og tölur um flesta bíla

Á síðunni má finna upplýsingar um flesta bíla, og vitaskuld …
Á síðunni má finna upplýsingar um flesta bíla, og vitaskuld er Fiat 500 einn þeirra.

Fyrir þá sem eru á höttunum eftir nýjum bíl getur skipt miklu máli hverju bíll eyður og hvað farangursrýmið er stórt. Sumir vilja jafnvel vita hvað bíllinn er lengi í hundrað, hvert hjólhafið er, hvað eldsneytistankurinn er stór og hvers konar bremsur eru í bílnum. Slíkar upplýsingar liggja ekki alltaf á lausu, hvort sem um er að ræða notaða eða nýja bíla.

Á vefsíðunni auto-data.net er að finna ítarlegar tölulegar upplýsingar um velflesta bíla á markaðnum í dag. Samkvæmt óvísindalegri stikkprufu virðast upplýsingarnar á vefnum réttar, þó að þær séu misítarlegar eftir tegundum.

Hægt er að velja bíl eftir framleiðanda, tegund, vélarstærð, árgerð og fleiru, svo miklar líkur eru á að þú finnir akkúrat bílinn sem þú vilt fræðast um. Auk þess eru myndir af flestum bílum á síðunni, svo hægt sé að virða kaggann almennilega fyrir sér.

Síðan er á 9 tungumálum og er uppfærð reglulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina