Loftmótstöðulaus á tískuviku

ýr CLA-Benz á vel heima á tískuviku.
ýr CLA-Benz á vel heima á tískuviku. AFP

Þessa dagana stendur tískuvika Mercedes-Benz yfir í Berlín. Ungir og efnilegir fatahönnuðir fá þar tækifæri til að sýna hönnun sína og margir telja viðburðinn þann stærsta í þýska tískuheiminum á þessu ári.

Aðalstyrktaraðilinn, Mercedes-Bens, notaði tækifærið og svipti formlega hulunni af nýjustu hönnun sinni, sem er ekki síður klæðileg en margt af því sem fyrir augu ber á tískupöllunum - bíl sem heitir CLA og kemur líklega á markað næsta haust.

Í september í fyrra náðust myndir af bílnum á Íslandi.

CLA er 4 dyra og byggður á sama grunni og A-Benz en ekki ósvipaður í stærð og C-Benz. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði í boði með úrvali véla, bæði dísil- og bensínknúinna, sem skila frá 108 til 349 hestöflum og eiga allar að menga lítið miðað við stærð. Að minnsta kosti fjórar útgáfur verða í boði með 4MATIC fjórhjóladrifi.

Og rúsínan í pylsuendanum er að CLA er með lægsta loftmótstöðustuðul allra bíla sem framleiddir eru í dag, aðeins 0,23, sem hefur mjög jákvæð áhrif á eyðsluna.

Hér gefur að líta kynningarstuttmynd, þar sem ofurfyrirsætan Karlie Koss virðist móðga ljósgráan CLA-Benz. Sem betur fer nást þó sáttir um síðir.

Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á fatatískunni er aragrúi af myndum á vefsíðu tískuvikunnar. 

Bíllinn er fáanlegur í djúprauðum lit, fyrir ástríðufulla.
Bíllinn er fáanlegur í djúprauðum lit, fyrir ástríðufulla. AFP
Auk bílsins sýna efnilegir fatahönnuðir verk sín.
Auk bílsins sýna efnilegir fatahönnuðir verk sín. AFP
Mercedes-Benz tískuvikan er af mörgum talin mikilvægasti tískuviðburðurinn í Þýskalandi …
Mercedes-Benz tískuvikan er af mörgum talin mikilvægasti tískuviðburðurinn í Þýskalandi í ár. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka