Rannsóknarstofnunin Euro NCAP sérhæfir sig í að árekstraprófa bíla og gefa þeim einkunnir sem gefa til kynna hversu öruggir þeir séu. Nú hefur stofnunin gefið út lista með þeim 8 bílum sem hver um sig fékk hæstu einkunn í sínum flokki, af þeim sem prófaðir voru í fyrra.
Alls prófaði Euro NCAP 36 bíla á síðasta ári og tók tillit til öryggis farþega, bæði fullorðinna og barna, öryggis gangandi vegfarenda og búnaðar í bílnum sem bæta á öryggi í akstri.
Efstu bílarnir í hverjum flokki urðu sem hér segir:
Í flokki smábíla: Renault Clio
Í flokki lítilla fjölskyldubíla: Volvo V40
Í flokki stórra fjölskyldubíla: BMW 3
Í flokki lítilla fjölnotabíla: Fiat 500L og Ford B-MAX (jafntefli)
Í flokki jepplinga: Ford Kuga
Í flokki jeppa: Hyundai Santa Fe
Í flokki fólksflutninga- og sendibíla: Ford Transit
Skoða má einkunnagjöfina nánar á heimasíðu Euro NCAP.
Þar má líka skoða myndir og myndbönd frá prófununum, eins og þetta sem er frá prófunum á Volvo V40: