Getur fjórhjóladrif komið í staðinn fyrir vetrardekk?

Fjórhjóladrif eykur eyðslu. Eru kannski betri kaup í góðum vetrardekkjum?
Fjórhjóladrif eykur eyðslu. Eru kannski betri kaup í góðum vetrardekkjum?

Get­ur verið að fjór­hjóla­drif hafi svo mik­il áhrif í snjó að fjór­hjóla­drif­inn bíll á sum­ar­dekkj­um sé betri kost­ur í vetr­ar­færð en fram­hjóla­drifs­bíll á vetr­ar­dekkj­um?

Stutta svarið er: „Nei.“

Engu að síður er þetta spurn­ing sem marg­ir spyrja sig þegar hausta tek­ur, sam­kvæmt frétt FÍB.

Til að út­skýra mun­inn vís­ar FÍB í próf­un sem breska bíla­blaðið Autocar gerði, með tveim­ur Skoda Yeti bíl­um, öðrum fjór­hjóla­drifn­um á sum­ar­dekkj­um en hinum fram­hjóla­drifn­um á vetr­ar­dekkj­um.

Niður­stöðurn­ar voru í grunn­inn þær að fjór­hjóla­drifs­bíll­inn átti auðveld­ara með að taka hratt af stað, en bíll­inn sem var á vetr­ar­dekkj­um átti miklu betra með að bremsa og hélt bet­ur veggripi í beygj­um.

Til að sjá mun­inn með eig­in aug­um get­ur þú skoðað meðfylgj­andi mynd­band:

mbl.is

Bílar »