Getur verið að fjórhjóladrif hafi svo mikil áhrif í snjó að fjórhjóladrifinn bíll á sumardekkjum sé betri kostur í vetrarfærð en framhjóladrifsbíll á vetrardekkjum?
Stutta svarið er: „Nei.“
Engu að síður er þetta spurning sem margir spyrja sig þegar hausta tekur, samkvæmt frétt FÍB.
Til að útskýra muninn vísar FÍB í prófun sem breska bílablaðið Autocar gerði, með tveimur Skoda Yeti bílum, öðrum fjórhjóladrifnum á sumardekkjum en hinum framhjóladrifnum á vetrardekkjum.
Niðurstöðurnar voru í grunninn þær að fjórhjóladrifsbíllinn átti auðveldara með að taka hratt af stað, en bíllinn sem var á vetrardekkjum átti miklu betra með að bremsa og hélt betur veggripi í beygjum.
Til að sjá muninn með eigin augum getur þú skoðað meðfylgjandi myndband: