Kínastrætóar til Evrópu

Rafstrætó frá hinum kínverska BYD.
Rafstrætó frá hinum kínverska BYD.

Kín­verski bíla­fram­leiðand­inn BYD hef­ur fengið form­legt leyfi til að selja raf­knúna stræt­is­vagna til Evr­ópu­sam­bands­land­anna (ESB).

Stræt­is­vagn­inn hef­ur hlotið vott­un ESB en bú­ist er við að fyrstu ein­tök­in renni af fram­leiðslu­lín­unni í bílsmiðju BYD í Búlgaríu í næsta mánuði, fe­brú­ar. Af­köst henn­ar verða 40-60 bíl­ar á mánuði fyrst um sinn, að sögn frétta­stof­unn­ar Xin­hua.

Fyr­ir­tækið hef­ur kynnt stræt­is­vagn­inn og aðra raf­bíla sína und­an­farið, meðal ann­ars í Hollandi, Finn­landi, Dan­mörku, Kan­ada, Úrúg­væ og Banda­ríkj­un­um.

Í októ­ber sl. samdi BYD um sölu á 50 raf­bíl­um til leigu­bif­reiðaþjón­ust­unn­ar Greentom­atocars í London.

agas@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »