Kínverski bílaframleiðandinn BYD hefur fengið formlegt leyfi til að selja rafknúna strætisvagna til Evrópusambandslandanna (ESB).
Strætisvagninn hefur hlotið vottun ESB en búist er við að fyrstu eintökin renni af framleiðslulínunni í bílsmiðju BYD í Búlgaríu í næsta mánuði, febrúar. Afköst hennar verða 40-60 bílar á mánuði fyrst um sinn, að sögn fréttastofunnar Xinhua.
Fyrirtækið hefur kynnt strætisvagninn og aðra rafbíla sína undanfarið, meðal annars í Hollandi, Finnlandi, Danmörku, Kanada, Úrúgvæ og Bandaríkjunum.
Í október sl. samdi BYD um sölu á 50 rafbílum til leigubifreiðaþjónustunnar Greentomatocars í London.
agas@mbl.is