Bílaflotinn eldri en nokkru sinni fyrr

Bílafloti Íslendinga hefur verið að eldast.
Bílafloti Íslendinga hefur verið að eldast. mbl.is

Meðalaldur íslenskra fólksbifreiða árið 2012 var 11,95 ár samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Þetta er hærri meðalaldur en mælst hefur frá því Umferðarstofa hóf að birta aldur bifreiðaflotans árið 1988.

Til samanburðar var meðalaldur fólksbifreiða innan landa Evrópusambandsins 8,3 ár árið 2010 en var 10,9 ár hérlendis það ár.

Meðalaldur fólksbifreiða á Íslandi hélst nokkuð stöðugur á árunum 1997 til 2007, en hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og aldrei verið hærri en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Loka