Útafakstur og árekstrar eru óumflýjanlegur hluti af mótorsporti, þar sem ökuþórar þenja sjálfa sig og bíla sína hvað eftir annað að þolmörkum.
Það er að sjálfsögðu ömurlegt fyrir ökumennina að ljúka keppni með því að fljúga út úr braut, en fyrir áhorfendur eykur það bara á spennuna og upplifunina. Að minnsta kosti ef allir sleppa ómeiddir.
Á Youtube-vefnum hefur notandinn CarCrashTube sérhæft sig í að setja saman óhappasyrpur, hvort sem er úr mótorsporti eða úr hversdagsumferðinni.
Syrpan hér að neðan sýnir óhöpp úr rallkeppnum. Þar má meðal annars sjá bíla í loftköstum, ljósmyndara forða sér á hlaupum og svo auðvitað bílstjórann sem muldrar „mamma mía“ þegar bíll hans staðnæmist á toppnum eftir nokkrar veltur.