Í kjölfar pistla um framrúðuhreinsun sendi Guðmundur Pálsson inn stutta og laggóða ábendingu: „Lítil kók, hrista vel og sprauta á framrúðuna.“
Sýran í kóki hjálpar til við að leysa upp fitu og önnur óhreinindi á framrúðunni. Þó að það gæti í kjölfarið hljómað vel að setja kók í rúðupissið er alls ekki mælt með því, þar sem það getur stíflað slöngur og spíssa og eyðilagt gúmmíþéttingar. Betra er að hella því á framrúðuna til að leysa óhreinindin upp og þvo hana svo á eftir, eins og Guðmundur leggur til.
Lumar þú á góðu ráði? Sendu póst á bill@mbl.is