Bruce Weiner er maður með ástríðu fyrir bílum. Svo framarlega sem þeir eru litlir. Weiner safnar smábílum, sem eru alvöru bílar til daglegra nota en töluvert minni en gengur og gerist.
Áhuginn vaknaði strax á yngri árum, þegar hann sá mynd af Messerschmitt-bíl í blaði. Nú á hann yfir 200 smábíla og sitt eigið safn, sem samanstendur af smábílum og skyldum varningi. Þar hefur almenningi gefist kostur á að koma og skoða safnið, og jafnvel að sjá tegundir sem fólk vissi ekki að væru til.
En það mun allt saman breytast um helgina, því til stendur að bjóða safnið upp á uppboði. Kíktu á myndbandið hér að neðan og ef þú sérð eitthvað sem þér líst á, af hverju ekki að skella sér á uppboð?