Íslenskt ökuskírteini ónógt í Flórída

Félag íslenskra bifreiðaeigenda gefur út alþjóðlegt ökuskírteini.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda gefur út alþjóðlegt ökuskírteini. mbl.is/fengið af vef FÍB
<span><span>Þeir sem hyggja á ferð til Flórída og akstur þar verða að geta framvísað alþjóðlegu ökuskírteini auk hins íslenska. </span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Nýlega var lögum breytt þann veg í Flórída, að bílstjórar sem ekki eru með bandarískt ökuskírteini verða að vera með alþjóðlegt ökuskírteini auk ökuskírteinis sem út er gefið í landi viðkomandi.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Með öðrum orðum getur Íslendingur ekki leigt sér bíl í Flórída frá síðastliðnum áramótum nema geta framvísað alþjóðlegu skírteini líka, en hingað til hefur íslenska skírteiniði dugað eitt og sér. Hið alþjóðlega skírteini má fá hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)<span>.</span></span></span>

Í skýringum með hinum nýju reglum í Flórída segir m.a., að sé ökumaður stöðvaður án hins alþjóðlega skírteinis hafi lögreglumaður þá valkosti að handtaka hann og færa til fangelsis eða skrifa út kæru sem leiði sjálfkrafa til þess að hann verður að mæta fyrir rétt.

Á vef FÍB eru haldgóðar upplýsingar um alþjóðleg ökuskírteini.

<a href="http://www.fib.is/?ID=27%20">Smelltu hér</a>

til að skoða þær.

mbl.is