Laun forstjóra VW lækka um 20%

Martin Winterkorn.
Martin Winterkorn. mbl.is/ap

Ákveðið hefur verið að lækka laun Martins Winterkorns, forstjóra Volkswagen (VW), um 20%. Sömuleiðis verða kjör annarra helstu stjórnenda fyrirtækisins skert.

Winterkorn fær greiddar 14 milljónir evra fyrir nýliðið ár, sem er 20% minni laun en árið 2011. Frá þessu segir þýska vikuritið Der Spiegel.

Blaðið segir að á stjórnarfundi VW í næstu viku verði einnig gengið frá nýju launakerfi fyrir alla stjórnarmenn og framkvæmdastjórn VW. Í framtíðinni muni stjórnarmenn einungis fá greidda kaupauka, bónusa, skili fyrirtækið að minnsta kosti fimm milljarða evru hagnaði á ári.

Winterkorn er sagður hafa sjálfur lagt til að hann tæki kauplækkun en Volkswagen býr sig nú undir viðræður um nýjan kjarasamning við starfsmenn sína í þýskum bílsmiðjum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina