Bíll flaug á hús

Ökumaður á þrítugs­aldri missti stjórn á bif­reið sinni í nótt með þeim af­leiðing­um að bíll­inn tókst á loft og endaði á hús­vegg, rúm­an metra frá jörðu.

At­vikið átti sér stað í bæn­um Lowe­stoft í Su­ffolk­sýslu á Englandi. Ökumaður­inn, sem hlaut al­var­lega höfuðáverka við slysið, missti stjórn á Audi TT sport­bíl sem keyrði á gang­stétt­ar­brún og flaug í gegn­um lim­gerði. Bíll­inn lenti á hús­vegg á ein­býl­is­húsi, eft­ir að hafa milli­lent á tveim­ur bíl­um í inn­keyrslu húss­ins, og fest­ist þar.

Göt­unni var lokað á meðan öku­mann­in­um var komið til bjarg­ar og gengið var úr skugga um hvort gas­leki væri í hús­inu eft­ir slysið.

Eft­ir því sem seg­ir í frétt The Tel­egraph verður slysið rann­sakað í dag en ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »