Óstöðvandi samdráttur

Ekkert lát er á samdrætti í bílasölu í Frakklandi og …
Ekkert lát er á samdrætti í bílasölu í Frakklandi og Spáni mbl.is/afp

Útlit er fyr­ir að mars­mánuður í Evr­ópu hafi verið bíla­fram­leiðend­um erfiður með áfram­hald­andi sam­drætti í sölu.

Skýrt var frá því í dag, að bæði í Frakklandi og á Spáni hafi bíla­sal­an í mars verið um 14% minni en í sama mánuði í fyrra.

Þrátt fyr­ir niður­greiðslur til bíla­kaupa sem verið hafa í gildi frá í októ­ber sl. dróst sal­an á Spáni sam­an um 13,9% sem kem­ur í kjöl­far 9,8% sam­drátt­ar í fe­brú­ar. Og fyrstu þrjá mánuði árs­ins er bíla­sal­an 11,5% minni en á sama tíma­bili fyr­ir ári. Um helm­ing­ur bíl­kaup­enda hef­ur nýtt sér niður­greiðslurn­ar sem þannig hafa dregið aðeins úr sölu­hrun­inu.

Sam­drátt­ur­inn í bíla­kaup­um fyr­ir­tækja á Spáni er enn meiri fyrstu þrjá máunðina, eða um 20%. Segja sam­tök bíl­greina, An­fac, það mikið áhyggju­efni.

Í Frakklandi féll bíla­sala um 16,2% í mars og um 14,4% fyrstu þrjá mánuðina, en þá mánuði er sal­an minni en nokkru sinni í fimm ár. Sam­drátt­ur­inn bitnaði harðar á frönsk­um bílsmiðum fyrsta fjórðung­inn. Þannig er sam­drátt­ur­inn 11,1% á tíma­bil­inu hjá Renault og 16,9% hjá PSA Peu­geot Citroen.

mbl.is

Bílar »