Þetta var einu sinni Ferrari

Furðu lostinn slökkviliðsmaður skoðar flakið.
Furðu lostinn slökkviliðsmaður skoðar flakið. KAMERA24.TV

Það er lyginni líkast að 42 ára gamall ökumaður þessa Ferrari hafi sloppið lifandi þegar bíllinn fór út af veginum, nokkrar veltur og endaði á trjám.

Óhappið átti sér stað í Bæjaralandi, fyrir utan Langquaid. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn sáu þeir aðeins ólögulegt flak bílsins, en brak úr því var dreift yfir 100 metra svæði. Vél bílsins var hinu megin við veginn.

Ökumaðurinn var fastur í flakinu og þurfti að klippa hann út. Þó hann hafi verið alvarlega slasaður má hann teljast heppinn að vera á lífi. Hann var fluttur strax á sjúkrahús með þyrlu, segir í frétt Bild.

Bíllinn fór nokkrar veltur og endaði á trjám.
Bíllinn fór nokkrar veltur og endaði á trjám. KAMERA24.TV
mbl.is

Bloggað um fréttina