Lögreglan á Hvolsvelli hefur áhyggjur af hraðakstri ökumanna í umdæminu en hún hafði afskipti af tveimur ökumönnum í dag sem mældust aka langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Annar þeirra mældist á 137 km hraða og hinn á 132 km hraða.
Í öðru tilfellinu er um erlendan ökumann að ræða en hinn ökumaðurinn, sá sem ók hraðar, er íslenskur.
Báðir ökumennirnir voru stöðvaðir á hringveginum í Eldhrauni í Skaftárhreppi, sem er rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Þeir eiga von á háum fjársektum.