Ford og GM þróa saman gírkassa

Samstarf Ford og GM um smíði gírkassa er nýstárlegt.
Samstarf Ford og GM um smíði gírkassa er nýstárlegt.

Banda­rísku bílris­arn­ir Ford og GM hafa ákveðið að efna til sam­starfs um þróun nýrra níu og tíu hraða gír­kassa af bestu gerð.

Þetta er liður í til­raun­um bíla­fram­leiðend­anna til að draga úr eldsneyt­is­notk­un bíla en nokkuð er um liðið frá því hönnuðir og tækni­menn fyr­ir­tækj­anna tveggja hóf­ust handa þótt ekki sé op­in­ber­lega skýrt frá sam­starf­inu fyrr en nú.

Gír­kass­arn­ir verða bæði fyr­ir fram­drifna bíla sem aft­ur­hjóls­drif og lofa Ford og GM að þeir muni hafa í för með sér spar­neytn­ari bíla en af­kasta­meiri.

Þetta er í þriðja sinn sem fyr­ir­tæk­in tvö efna til sam­starfs um þróun og smíði gír­skipt­inga. Áður hef­ur sam­starfið leitt af sér sex hraða gæðaskipt­ingu fyr­ir fram­drifna bíla og er hana að finna í rúm­lega átta millj­ón­um bíla um heim all­an.

Nýju gír­kass­arn­ir verða lagaðir að öll­um stærðarflokk­um bíla og verða þannig fá­an­leg­ir í fólks­bíla, jeppa og vöru­bíla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »