Verðum í fararbroddi rafbílavæðingarinnar

Nissan LEAF rafbíll.
Nissan LEAF rafbíll.

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu og ég held að rafbílar séu að verða raunhæfur kostur. Við erum búnir að gera okkur vonir um að selja einhverja tugi bíla á fyrstu 4-6 mánuðunum.“

Þetta segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri bílaumboðsins BL, í Morgunblaðinu í dag um væntingar fyrirtækisins til sölu á rafbílum á næstunni.

BL undirbýr nú pöntun á fyrstu rafbílunum af gerðinni Nissan Leaf og eiga þeir að koma til landsins í júlí. Elko, í samstarfi við rafbílafyrirtækið Even hf., auglýsti í gær bíla af sömu tegund til sölu. Loftur segir erfitt að átta sig á áhuganum á rafbílum hér á landi og menn fari sér hægt til að byrja með.

Í umfjöllun um rafbílamálin í Morgunblaðinu í dag segir Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even  fyrirtækið eiga von á því að fá á næstunni indverskan rafbíl, e2o, og geti hann orðið ódýrasti bíllinn á markaðnum. Þá sé von á bíl með um 500 kílómetra drægni í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina