Takmarka innflutning og notkun barnabílstóla

mbl.is/Kristinn

Eftir 1. júlí næstkomandi má einungis nota, markaðssetja, flytja inn og selja barnabílstóla eða bílpúða með baki sem uppfyllir evrópskar kröfur í ökutækjum.

Undanfarin ár hefur verið töluvert um að fólk hafi flutt inn öryggisbúnað
fyrir börn frá Kanada og Bandaríkjunum. Með breytingu á reglugerð um notkun öryggis- og
verndarbúnaðar í ökutækjum, sem tekur gildi 1. júlí, verður það óheimilt nema að búnaðurinn uppfylli svonefndar ECE-kröfur 44.-04.

Sé búnaðurinn keyptur í Evrópu á hinsvegar að vera tryggt að hann uppfylli sett skilyrði fyrir innflutningi og notkun hér á landi, að sögn Umferðarstofu.  Þetta bann nær einnig yfir innflutning til einkanota.

mbl.is

Bloggað um fréttina