Þrenn slysamestu gatnamótin við Miklubraut

Á mótum Grensásvegar og Miklubrautar urðu flest umferðarslys síðustu 5 …
Á mótum Grensásvegar og Miklubrautar urðu flest umferðarslys síðustu 5 árin, alls 174. mbl.is/Golli

Gatna­mót Grens­ás­veg­ar og Miklu­braut­ar eru ennþá þau hættu­leg­ustu á land­inu, hvað fjölda slysa varðar. Þar hafa orðið 174 slys og óhöpp á síðustu 5 árum, frá 2008-2012. Þrenn gatna­mót við Miklu­braut eru á lista yfir 20 verstu slysagatna­mót lands­ins.

Í nýrri skýrslu Um­ferðar­stofu um slys í um­ferðinni eru m.a. tekn­ar sam­an upp­lýs­ing­ar um <a href="/​frett­ir/​inn­lent/​2013/​04/​21/​verst­i_­veg­kafl­inn_er_a_sudur­lands­vegi/">​verstu vegakafla lands­ins</​a>, sem og um hættu­leg­ustu gatna­mót­in í þétt­býli. Sjálfsagt kem­ur fáum á óvart að heyra að gatna­mót Miklu­braut­ar og Grens­ás­veg­ar séu þar efst á lista enda hafa flest slys orðið þar um nokk­urra ára skeið.

Miðað er við 5 ára tíma­bil þegar slys­in eru tal­in sam­an og hafa slys, með og án meiðslum, á þess­um gatna­mót­um verið á bil­inu 169 til 185 á hverju 5 ára tíma­bili frá 2004 til 2012.

<strong>Þúsund­ir öku­tækja á sól­ar­hring</​strong>

Alls eru þrenn gatna­mót við Miklu­braut efst á list­an­um yfir þau 20 hættu­leg­ustu í þétt­býli síðustu 5 árin. Á eft­ir Grens­ás/​Mikla­braut eru næst­flest slys á gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar, alls 147. Í þriðja sæti eru gatna­mót Miklu­braut­ar og Háa­leit­is­braut­ar, þar sem urðu 142 slys.

Ein helsta skýr­ing­in á þessu er auðvitað sú að Mikla­braut­in er helsta um­ferðaræð borg­ar­inn­ar og um hana fara þúsund­ir öku­tækja á hverj­um sól­ar­hring. Þó er leit­ast við að greina or­sak­ir slys­anna sem þarna verða og girða fyr­ir að þau end­ur­taki sig ef hægt er. Á sín­um tíma munaði t.d. tals­vert um það þegar sett voru upp beygju­ljós á gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar.

Í fjórða sæti list­ans eru gatna­mót Hring­braut­ar við Njarðargötu, þar sem urðu 126 slys á síðustu 5 árum. Í fimmta sæti eru kross­göt­ur Hafna­fjarðar­veg­ar, Reykja­vík­ur­veg­ar, Fjarðar­hrauns og Álfta­nes­veg­ar, þar sem urðu 111 slys á síðustu 5 árum.

<strong>Slys­um fjölgaði við Lækj­ar­götu</​strong>

Þegar litið er til slysa með meiðslum lít­ur list­inn aðeins öðru vísi út, en þó eru gatna­mót Miklu­braut­ar og Grens­ás­veg­ar einnig efst á lista því þar urðu 25 slys með meiðslum á síðustu 5 árum. Önnur hættu­leg­ustu gatna­mót­in hvað þetta varðar eru Bú­staðaveg­ur/​Reykja­nes­braut, þar urðu 22 slys með meiðslum.

Í þriðja sæti er Mikla­braut­in aft­ur á gatna­mót­um við Háa­leit­is­braut, þar sem urðu 18 slys með meiðslum á síðustu 5 árum, og í fjórða sæti eru gatna­mót Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar, þar sem urðu 15 slys með meiðslum á tíma­bil­inu.

Á þenn­an lista bæt­ast ein ný gatna­mót við síðan í fyrra, en það eru mót Lækj­ar­götu, Banka­stræt­is og Aust­ur­stræt­is. Þau eru í 12. sæti list­ans og urðu þar 10 slys með meiðslum á tíma­bil­inu 2008-2012. Á móti detta út gatna­mót Fífu­hvamms­veg­ar og Dals­veg­ar, sem voru meðal þeirra hættu­leg­ustu í fyrra.

Að öðru leyti eru sömu gatna­mót á þeim lista á milli ára, enda um fimm ára summu að ræða og því er um að ræða hæg­ari breyt­ing­ar en ella. 

Lista yfir hættu­leg­ustu gatna­mót­in í þétt­býli má sjá hér að neðan:

<strong>Slys og óhöpp, með og án meiðsla 2008-2012:</​strong>

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna í

.

Frétt mbl.is: 

20 hættulegustu gatnamótin í þéttbýli 2008-2012. Slys með meiðslum.
20 hættu­leg­ustu gatna­mót­in í þétt­býli 2008-2012. Slys með meiðslum. Kort/​Um­ferðar­stofa
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »