Vandræði fylgja rafbílum frá Bandaríkjunum

Nýja kynslóðin af Nissan Leaf dregur lengra en áður á …
Nýja kynslóðin af Nissan Leaf dregur lengra en áður á rafhleðslunni. mbl.is/Nissan

Rafbíllinn Nissan Leaf er í grunninn eins hvort sem hann er smíðaður í Japan, Bandaríkjunum eða Englandi. En að sumu leyti eru þessir bílar ólíkir og það getur komið kaupendum í koll.

Þannig er talsverður munur á miðstöðvar- og loftræstibúnaði bíla sem framleiddir eru annars vegar í Englandi og hins vegar í Bandaríkjunum og Japan. Hann er til að mynda stærri og viðameiri í Leaf bílum sem keyptir eru til Noregs frá Englandi. Hann verður miklu mun fyrr heitur og hægt er að forhita hann þegar hann er í hleðslu.

Þá er og leiðsögubúnaður öðru vísi, bæði kerfi og kort, og fjarstýra má viðfangsefnum, meðal annars hleðslu og forhitun, úr farsíma. Útvarp er staðalbúnaður en sú gerð sem er í bílum í Bandaríkjunum og Kanada virkar til dæmis illa í Noregi.

Að sögn norsks bílavefseturs hefur innflytjandi Nissan Leaf í Noregi hafa margir sem eignast hafa notaða Leaf frá Bandaríkjunum - og ekki fengið fullgóðar upplýsingar um bílana - snúið sér til umboðsins vegna vandamála ýmiss konar sem upp hafa komið. 

Þar segir, að mjög dýrt og krefjandi sé að breyta bílunum svo þeir uppfylli sömu skilmála og Leafbílar sem framleiddir eru fyrir Evrópumarkað þar sem ekki sé fyrir hendi búnaður til slíkra breytinga.

Einnig hafa notaðir Leaf bílar verið keyptir til Noregs frá Hollandi, Belgíu, Frakklandi og Danmörku. Í nokkrum þessara landa hafa kaupendur þeirra fengið allt að 5.000 evra ávísun sem niðurgreiðslu kaupverðs visvæns fararskjóta. Hermt er að freisti marga til að kaupa bíl og þiggja ávísunina en selja bílinn að því búnu til Noregs.

mbl.is

Bloggað um fréttina